Jólahús Grundarfjarðar 2025 - Grundargata 86.
Jólahús Grundarfjarðar 2025 - Grundargata 86.

 

 Jólahúsið og best skreytta fyrirtæki Grundarfjarðabæjar 2025

 

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar ásamt íbúum Fellaskjóls fóru saman á jólarúnt um bæinn þriðjudaginn 16. desember. Feðgarnir Hjalti og Ásgeir hjá Rútuferðum ehf. mættu á sannkallaðri jólarútu og sóttu íbúa Fellaskjóls, ásamt því að boðið var upp á heitt kakó með rjóma og smákökur.

Jólarúnturinn vakti mikla lukku og sköpuðust líflegar umræður um skreytingar og jólahefðir. Tilgangurinn rúntsins var að velja jólahúsið  og best skreytta fyrirtækið árið 2025. Dómnefnd var skipuð íbúum Fellaskjóls og fulltrúum úr menningarnefnd og beið þeirra erfitt verk fyrir höndum, því mikill metnaður hefur verið lagður í skreytingar og íbúar og fyrirtæki hafa lagt sig alla fram við að lífga upp á bæinn í myrkrinu.

 

Jólahús Grundarfjarðarbæjar 2025

Dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að jólahús Grundarfjarðarbæjar 2025 er Grundargata 86, hjá þeim Ragnari Smára, Guðrúnu Hrönn og börnum. Húsið er fallega skreytt að framan og aftan og lýsir sannarlega upp dimmustu mánuðina. 

    

 

 

Best skreytta fyrirtæki Grundarfjarðarbæjar 2025

Á jólarúntinum voru fyrirtæki og stofnanir  einnig skoðuð. Dómnefnd var sammála um að best skreytta fyrirtækið 2025 er Harbour Cafe. Það er mjög skemmtilegt að gera sér ferð og skoða gluggana þar, en mikill metnaður hefur verið lagður í hvert einasta smáatriði.

 

  

 

Við óskum þeim innilega til hamingju og færum þeim kærar þakkir fyrir að fegra umhverfið okkar á þennan einstaka, jólalega hátt. Vinningshafar fá að launum viðurkenningarskjal, konfektkassa og spilastokk, en það er ekkert sem segir jólin eins og konfekt og spil.