Í ljósadýrðinni í desember er ekki annað hægt en að dást að fallega skreyttu húsunum sem prýða bæinn okkar. Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar fór á stúfana þann 20. desember sl. og keyrði um bæinn í leit að jólalegasta húsinu. Í þetta sinn voru það María Ósk, Hlynur og fjölskylda sem áttu að mati menningarnefndar jólalegasta húsið árið 2019, að Hrannarstíg 14. Fulltrúar úr menningarnefnd, þau Sigurrós Sandra og Tómas Logi hittu Maríu, Hlyn og syni og afhentu þeim blómvönd og konfektkassa.