Jólakort Grundarfjarðarbæjar 2025

 

Líkt og sjö síðastliðin ár tóku nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar þátt í því skemmtilega verkefni að teikna jólamyndir fyrir "Jólakort Grundarfjarðarbæjar 2025".

Afraksturinn var góður, rúmlega 40 teikningar bárust frá nemendum á öllum aldri; fallegar, jólalegar, fyndnar og skemmtilegar myndir sem margar hverjar höfðu skemmtilega sögu að segja. Starfsfólk bæjarskrifstofu var fengið í lokadómnefndina og valið var mjög erfitt í ár og óvenju jafnt, þannig að ákveðið var að birta þær myndir sem voru í fimm mynda úrslitum. Myndirnar eru mjög ólíkar, þær eru einlægar og fallegar, hver á sinn hátt, og líkt og síðasta ár voru valdar tvær myndir sem fá verðlaun og verða jólakort Grundarfjarðarbæjar 2025. 

Hér fyrir neðan má sjá topp fimm myndirnar, ýtið ´a myndirnar til að sjá þær stærri. Við hvetjum fólk til að gefa sér góðan tíma til að rýna í smáatriðin sem gefa hverri mynd sinn sjarma.

  

 

     

 

Það voru þær Nicole Gorzelska í 9. bekk og Birta Malen Almarsdóttir í 2. bekk sem gerðu jólamyndir ársins 2025!

Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri veitti þeim viðurkenningu og verðlaun fyrir myndirnar. 

Birta Malen    Nicole 2023

Grundarfjarðarbær þakkar öllum teiknurum kærlega fyrir sitt framlag og það er ljóst að við erum rík af listamönnum hér í Grundarfirði.