Í fyrra var farið af stað með verkefnið „Jólalögin á aðventunni“ þar sem birt voru 4 lög í senn alla sunnudaga á aðventunni. Heppnaðist þetta verkefni afar vel, og í ljósi aðstæðna höfum við ákveðið að taka upp þráðinn og halda áfram með þetta verkefni, þannig þið getið notið fagurra tóna heima á sunnudagskvöldum fram til jóla.

Því leitum við til ykkar, kæru Grundfirðingar, eftir þátttöku.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eða þekkir einhvern sem er með englarödd og viljin er til að láta ljós ykkar skína þá endilega hafið samband við Þurí á netfangið thuri(hjá)grundarfjordur.is, sem allra fyrst.

Upptökur munu fara fram frá sunnudeginum 21. nóvember til þriðjudagsins 23. nóvember.

Jólalögin verða svo birt á youtube rás Grundarfjarðarbæjar á hverjum sunnudegi fram til jóla.

Jólaundirbúningskveðjur,

Grundarfjarðarbær