Frá upptökum Jólalaga 2020
Frá upptökum Jólalaga 2020

Árið 2020 leituðum við leiða til að miðla skemmtun áfram á Covid-tímum og farið var af stað með verkefnið "Jólalögin á aðventunni".

Á hverjum sunnudegi aðventunnar voru birt 4-5 lög sem sungin voru af heimafólki og heppnaðist það einstaklega vel. Ætlunin var að endurtaka leikinn fyrir jólin 2021, en því miður þurfti frá að hverfa. En í ár erum við hvergi nærri af baki dottin.

Við ætlum að halda áfram með þetta frábæra verkefni og því leitum við til ykkar, kæru Grundfirðingar, eftir þátttöku.

Ef allt gengur upp, með ykkar aðstoð, getum við notið fagurra tóna, heima, á sunnudagskvöldum fram til jóla.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eða þekkir einhvern sem er með englarödd og vilji er til að láta ljós ykkar skína, þá endilega hafið samband við Þurí á netfangið thuri(hjá)grundarfjordur.is, fyrir föstudaginn 11. nóvember.

Upptökur munu fara fram á tímabilinu 14. - 20. nóvember nk., en nákvæmari tímasetning verður í samráði við þátttakendur.

Jólalögin verða svo birt á Youtube-rás Grundarfjarðarbæjar á hverjum sunnudegi fram til jóla.

Jólaundirbúningskveðjur,

Menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar