Jólamarkaður Lions verður í Sögumiðstöðinni dagana 10 – 12. desember.   Fimmtudaginn 10.  og föstudaginn 11.  verður opið frá 16.00 til klukkan 19.00  Laugardaginn 12 desember verður opið frá kl. 14.00 til klukkan 16.00.  

 

Meðal þess sem verður á boðstólum á jólamarkaði Lions má nefna lifandi jólatré og greinar, leiðisskreytingar, fiskmeti af ýmsu tagi ásamt ýmsu öðru góðgæti. Þá verður til sölu rjúkandi heitt súkkulaði og rjómavöfflur.  Jólasveinninn verður einnig á kreiki þessa daga.  Allur ágóði af sölunni rennur í líknar- og menningarsjóð Lionsklúbbs Grundarfjarðar.

Lionsklúbbur Grundarfjarðar.