Senn líður að jólum og verður aðventunni fagnað í Grundarfirði laugardaginn 28. nóvember. Klukkan 14:00 hefst hin árlega aðventuhátíð kvenfélagsins Gleym mér ei í Samkomuhúsinu, og þar verða á boðstólum vöfflur, kakó og piparkökur. Einnig er leikfangahappdrætti og sölubásar ýmissa aðila verða opnir.

Klukkan 16:45 hefst dagskrá í miðbænum. Lúðrasveit tónlistarskólans hefur leikinn og heillar viðstadda með ljúfum tónum. Klukkan 17:00 verða ljósin tendruð á jólatrénu og nemendur og starfsfólk tónlistarskólans gefa tóninn. Heyrst hefur að einhverjir jólasveinar vilji vera viðstaddir. Spurning hvort að Grýla hleypi þeim út áður en að hefðbundnum útivistartíma kemur. Mætum öll og eigum góða stund saman.