Á bókasafninu má fá ýmislegt sér til gagns og ánægju nú fyrir jólin.
Á Facebooksíðu bókasafnsins birtast myndir af nýju bókunum jafnóðum og þær berast, ábendingar um verkefni fyrir börn og fullorðna og sjá má númer á ósóttum vinningum í jólahappdrætti Gleym mér ei.

Pokar, bækurnar Fólkið Fjöllin Fjörðurinn og Svartihnjúkur DVD eru til sölu.


Hægt er að vera með í hópnum „Gefins og skipti á Bókasafni Grundarfjarðar“ og eiga forgang að bókum sem liggja á lausu.
Nokkur barna í 2.-3 bekk hafa ekki sótt bókina „Nesti og nýir skór“ sem er gjöf frá Ibby.


Síðast en ekki síst er Rafbókasafnið að opna fyrir alla landsmenn. Meira um það í fjölmiðlum.

Gleðilega hátíð. Sunna.

 Opið um jólin >>>

 

Opið verður um jólahátíðina 2017 sem hér segir:
Opið til og með fimmtudegi 21. des kl. 13-17.
Opið miðvikudag og fimmtudag milli jóla og nýjárs kl. 13-17
 
Opið þriðjudaginn 2. janúar og eftirleiðis kl. 13-17.

Það má fá lánað utan þjónustutíma bókasafnsins. Á vagninum er spjald til að skrifa niður útlán. Bókum má skila í körfuna. Sjá mynd hér undir.