Frá æfingu Jöklakórsins í Stykkishólmkirkju sl. þriðjudag. Mynd Gunnlaugur Árnason.
 
Jöklakórinn sem í eru kórfélagar úr kirkjukórum, Ingjaldshóls, Ólafsvíkur, Grundarfjarðar og Stykkishólmsprestakalls heldur jólatónleika í tilefni þess að á þessu ári eru liðin 20 ár frá för Jöklakórsins til Jerúsalem um jólin 1986 sem og viðkomu í páfagarði. Fyrstu tónleikarnir verða í Ólafsvíkurkirkju mánudagskvöldið 4. des kl. 20.30 aðrir í Grundarfjarðarkirkju þriðjudaginn 5. des. á sama tíma og þeir síðustu í Stykkishólmskirkju á miðvikudagskvöldið 6. des. kl. 20.30. Á efnisskrá eru fjölbreytt og skemmtileg jólalög sem eiga að koma öllum í jólaskap.