Jólatónleikar tónlistarskólans voru haldnir síðastliðinn fimmtudag þann 15. desember í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Nemendur léku listir sínar af stakri snilld fyrir gesti sem fóru alsælir heim eftir frábæra tónleika og ljúfa stund. Fullt var út úr dyrum og kom fólk víða að, s.s. frá Akranesi og Reykjavík. Óhætt er að segja að jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar eigi sér fastan sess í hugum margra og sé orðinn ómissandi hluti af jólahátíðinni.