Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir þann 15. desember í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Kom þar fram fjöldinn allur af hæfileikaríku fólki, bæði hljóðfæraleikurum og söngvurum. Einnig kom fram gestasöngvari og var það engin önnur en Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Gríðarlega góð jólastemning var á tónleikunum.

Mynd tók Gunnar Njálsson

Mynd tók Gunnar Njálsson