Nú er langt liðið á kjörtímabilið og undirbúningur að því næsta löngu hafinn. Fyrir mig persónulega hafa undanfarin fjögur ár verið viðburðarík og gefandi. Það eru forrétttindi að fá að gegna starfi bæjarstjóra í svo góðu samfélagi sem Grundarfjörður er. En allt hefur sinn tíma.

Ég hef tilkynnt bæjarfulltrúum að ég muni láta af starfi bæjarstjóra að afloknum sveitarstjórnarkosningum í vor.

 

Hvað tekur við hjá mér og fjölskyldu minni er með öllu óljóst á þessari stundu og tíminn einn leiðir í ljós hvað verður.

Kveðjustund bíður betri tíma enda eru nokkrir mánuðir enn eftir af kjörtímabilinu.

Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri