- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa lengi lagt ríka áherslu á samstarf og sjálfbæra þróun á mörgum sviðum samfélagsins. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður af sveitarfélögunum fimm, frjálsum félagasamtökum og hagsmunaaðilum í atvinnulífi árið 2014. Svæðisgarðurinn er farvegur fyrir samstarf um uppbyggingu byggðar og atvinnu, á grunni nýsköpunar og sjálfbærrar nýtingar auðlinda, en stefna um það er sett fram í Svæðisskipulagi Snæfellsness 2014-2026. Snæfellsnes hefur hlotið umhverfisvottun EarthCheck fyrir samfélög og starfað samkvæmt því í rúman áratug. Talið er líklegt að þessar grunnstoðir falli nú þegar að verulegu leyti að þeim viðmiðum sem UNESCO „Man and Biosphere” setur.
MaB hefur að markmiði að þróa og styrkja hvorutveggja í senn, lífsskilyrði fólks á afmörkuðu svæði og náttúrulegt umhverfi þess. Lögð er áhersla á nýsköpun; að fara nýstárlegar leiðir til að bæta efnahag fólks á svæðinu, í sátt við samfélag og umhverfi, byggt á traustum vísindalegum grunni.
Skrifað var undir samning um þessa rýni að Breiðabliki í dag, 24. febrúar 2021. Verkefninu á að ljúka í vor.