Borið hefur á kvörtunum vegna ófriðar og óþrifnaðar vegna katta hér í bæ. Kettirnir eru að fara inn í ókunnug hús og valda þar óþrifnaði og oft óþægindum fyrir húseigendur. Viljum við því minna fólk á að það gilda ákveðnar reglur og samþykktir um kattahald hér í bæ. 

Það má lesa þessar reglur og samþykktir á heimsíðu okkar undir stjórnsýsla, síðan reglur og samþykktir.

Hér er vísað í eina grein samþykktarinnar þar sem vísað er í það að kattareigendur eru ábyrgir fyrir sínum köttum.

 

5.gr

Eigendum katta  er skylt að gæta þess að kettir þeirra valdi ekki tjóni, hættu, óþægindum, óþrifnaði eða raski ró manna.  Kattareigendum ber að greiða allt það tjón sem kettir þeirra valda, svo og greiðslu alls kostnaðar við að fjarlægja dýrin gerist þess þörf.

 

Ennfremur viljum við minna á það að fólki er skylt að láta skrá ketti sína. Hægt er að nálgast eyðublöð á bæjarskrifstofunni en einnig er hægt að fylla út umsókn á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.