Það voru 47 krakkar frá UMFG sem tóku þátt á KB- banka mótinu í fótbolta sem haldið var í Borgarnesi um síðustu helgi. Veðrið hefði mátt vera betra en við létum það ekki hafa áhrif á okkur. Krakkarnir okkar náðu góðum árangri og komu tvö lið heim með gull.

Í 4.fl varð B-liðið í 5 sæti og A-liðið í 1.sæti. Í 5.fl vorum við með B og C lið, C-liðið sem eingöngu var skipað stelpum hafnaði í 4.sæti en strákarnir í B-liðinu í 1.sæti. Úrslitaleikirnir í 4.fl a og 5. fl b enduðu báðir með jafntefli og þurfti því að grípa til framlengingar og loks vítaspyrnukeppni. Krakkarnir í 7.flokki enduðu í neðstasæti í sínum riðli.