Grunnskóla Grundarfjarðar barst gjöf frá KB banka í Grundarfirði í dag. Olga Einarsdóttir afhenti skólanum 10 taflsett og  klukkur fyrir hönd bankans og er þetta kærkomin gjöf fyrir skákáhugamenn skólans. Hér að neðan fylgja myndir af nokkrum áhugasömum skákmönnum og búast má við að fleiri bætist í hóp þeirra sem taka skák í frímínútunum. Grunnskóli Grundarfjarðar færir KB banka bestu þakkir fyrir gjöfina.

 

Ingólfur Örn, Heimir Þór, Albert Þórir og Erling ánægðir með gjöfina frá KB banka. Á myndinni má einnig sjá Olgu Einarsd. og Önnu Bergsd. fylgjast með nemendum leika skák.

Egill Guðnason einbeittur á svip