Kennsla í Tónlistarskóla Grundarfjarðar hófst mánudaginn 4. sept sl. Í skólanum eru um 115 nemendur og enn eru nokkrir á biðlista. Kennslugreinar eru þær sömu og í fyrra, 16 talsins. Flestir nemendur stunda nám á píanó og gítar en vaxandi áhugi er fyrir slagverki og þverflautu. Kennarar eru þeir sömu og í fyrra; Þórður Guðmundsson, skólastjóri, Ari Einarsson, Alexandra Shukova og Baldur Orri Rafnsson. Í vetur er stefnt að því að stofna sérstaka skólahljómsveit þar sem valið verður í hverja stöðu.