Frétt á vef Skessuhorns 29. janúar 2010:

Fimm kindur af sautján hjá Halli Pálssyni bónda á Naustum í Grundarfirði eru nú bornar í þessum mánuði en sú fyrsta bar 8. janúar. Tvær kindur að minnsta kosti eiga eftir að bera síðar í mánuðinum. Þekkt er að ein og ein kind taki upp á því að halda við hrút á óvenjulegum tíma, en undantekning að svo margar kindur beri á þessum árstíma. Hallur bóndi hefur reyndar ákveðna kenningu um ástæðuna: “Menn velta fyrir sér að sökum þess að Hólmarar skutu óvenjulega miklu upp af flugeldum á Dönskum dögum síðla í ágúst, þá hafi kindurnar einfaldlega ruglast í ríminu, haldið að það væru komin áramót og drifið sig til lags við hrútinn sem gekk hér úti í nágrenninu og er frá næsta bæ. Meðan önnur kenning kemur ekki fram, þá læt ég þessa standa,” sagði Hallur.

Nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

Já , áhrif bæjahátíðanna koma fram með margvíslegum hætti.