Þann 8. október n.k. verður kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Snæfellsnesi, skv. tillögu sameiningarnefndar sem skipuð var af félagsmálaráðherra.

Um kosningarnar, kjörskrár o.fl. fer skv. lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

Á kjörskrá eru teknir allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördegi og lögheimili eiga í sveitarfélaginu 3 vikum fyrir kjördag. Ennfremur danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í 3 ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili á landinu í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

Athygli er vakin á því að nýir íbúar sem ætla sér að vera á kjörskrá þurfa að tilkynna aðsetursskipti í síðasta lagi 16. september n.k. Það er gert með því að fylla út eyðublað frá Þjóðskrá sem fæst á bæjarskrifstofunni, Grundargötu 30.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er þegar hafin og fer fram á lögreglustöðinni.

 

Samstarfsnefnd Snæfellinga vegna kosninganna hefur verið að störfum og mun gefa út kynningarbækling sem dreift verður í öll hús á svæðinu innan tíðar. Kynningarfundir verða svo haldnir síðari hluta mánaðarins.

 

Á vef félagsmálaráðuneytisins hefur verið opnað umræðutorg um sameiningarnar, en alls verða 16 sameiningarkosningar í 62 sveitarfélögum víðsvegar um landið.