Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Á kjörskrá eru allir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 19. mars 2011, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

 

Samkvæmt þessu mun kjörskrá miðast við þá sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu 19. mars nk. Lögheimilisflutning skal tilkynna til bæjarskrifstofunnar en einnig er hægt að tilkynna flutning til Þjóðskrár.

 

Flutningstilkynning á vef Þjóðskrár.