Endanlegar tölur um kjörsókn

Alls greiddu 557 atkvæði í kosningunum. Kjörsókn var 88,27%.

 

Kjörsókn kl. 18

Alls hafa 336 kosið á kjörstað eða 53,2% kjósenda. Auk þess hafa borist um 120 utankjörfundaratkvæði. Alls hafa því 456 kjósendur nýtt kosningarétt sinn eða 72,3%.

 

Kjörsókn kl. 15

Kl. 15 höfðu 210 kosið á kjörstað í Grundarfirði, eða nákvæmlega þriðjungur kjósenda, 33,3%.

 

Kjörsókn kl. 12

Kjörsókn fór vel af stað í morgun og höfðu 80 kosið kl. 12, eða 12,68% þeirra sem eru á kjörskrá. Á kjörskrá eru 631 og hefur kjósendum fjölgað um 50 frá síðustu sveitarstjórnarkosningum 2002.

 

Niðurstöður kosninganna munu að sjálfsögðu birtast hér á vefnum um leið og þær liggja fyrir. Einnig verður bein útsending á vefnum frá talningu í samkomuhúsinu.