Á eftir, um ellefu-leytið, verður þeim áfanga loks náð að Kolgrafafjörður teljist þveraður. Nánar tiltekið er um það að ræða, að verktakinn Háfell ehf. mun keyra síðasta hlassið sem dugar til að vegurinn teljist tengdur milli austur- og vesturbakkans.

Framkvæmdir hafa staðið yfir síðan á síðasta ári við þverun fjarðarins, smíði brúar og vegalagningu yfir fjörðinn og á landi sitthvoru megin fjarðarins. Þessi atburður er því táknrænn og Snæfellingum, verktaka og Vegagerðinni óskað til hamingju með hann!