Frétt á vef Skessuhorns 12. janúar 2010:

Grundfirðingur SH kom um miðjan dag með Stíganda VE í togi inn til Grundarfjarðar en Stígandi varð vélarvana skammt undan Grundarfirði þegar skipið fékk í skrúfuna. Kafara gekk vel að skera úr skrúfu Stíganda sem hélt fljótlega aftur til veiða.

Góð aflabrögð hafa verið hjá Grundarfjarðarbátum að undanförnu, jafnt hjá togbátum sem netabátum.