Um þessar mundir er verið að kanna áhuga og þörf fyrir þriggja fasa rafmagn á býlum í ábúð.  Sent hefur verið bréf til ábúenda og þeir eru beðnir um að hafa samband við skipulags- og byggingafulltrúa Grundarfjarðarbæjar og gera grein fyrir því hvort þörf er fyrir þrífösun.  Könnun þessi er gerð fyrir iðnaðarráðuneytið sem hyggst móta aðgerðaáætlun í framhaldinu.

Athugið að skila þarf upplýsingum til iðnaðarráðuneytisins fyrir 1. febrúar n.k. svo koma þarf ábendingum til skipulags- og byggingafulltrúa í síðustu viku janúar.