Í upphafi árs er tilefni fyrir konur að minna sig á hversu mikill auður býr í þeim sjálfum og öðrum konum. „Konur eru konum bestar“ er námskeið fyrir konur á öllum aldri. Mömmur, ömmur, frænkur, systur og vinkonur eru hvattar til að koma og njóta samverunnar.  

Fjallað verður um mikilvægi þess að styðja hver við aðra og standa með sjálfri sér. Við ætlum að hlægja hver með annarri, spjalla og kveikja á kertum fyrir framtíð okkar. Eina sem þarf að taka með sér er jákvætt viðhorf og bros á vör.

Haldið: Stykkishólmskirkju

Fimmtudagana 28. Jan. og 4. Feb. kl. 20:00 til 21:30

Leiðbeinandi: Elínborg Sturludóttir

Verð: 0

 

Skráningar í síma 4372390 með tölvupóst skraning@simenntun.is