Reynir Ingibjartsson hefur gefið út 4 kort af Snæfellsnesi. Það fyrsta, Inn -Snæfellsnes, nær annars vegar yfir Hnappadalssýslu á sunnanverðu Snæfellsnesi og hins vegar yfir Helgafellssveit og Skógarströnd á norðanverðu Snæfellsnesi. Annað, Kringum Snæfellsjökul, nær frá Fróðárheiði og út Snæfellsnesið.

Þriðja kortið, Mið - Snæfellsnes, afmarkast af heiðarvegunum yfir Fróðárheiði annars vegar og yfir Vatnaleið hins vegar. Fjórða kortið, Snæfellsnes, er e.k. leiðarkort með öllum þeim akstursleiðum, reiðleiðum og gönguleiðum sem koma fyrir á hringleiðakortunum. Á þessu korti er lögð áhersla á þjónustumerkingar og sérkort m.a. af Arnarstapa og Hellnum. Einnig er að finna þjónustuskrá með nöfnum hátt í þrjú hundruð fyrirtækja, félaga og stofnana á Snæfellsnesi.  

Kortin eru til sölu í Eyrbyggju - Sögumiðstöð í Grundarfirði.