Alþingiskosningar verða laugardaginn 25. apríl n.k. eins og kunnugt er.  Að þessu sinni fer kosningin fram í Grunnskóla Grundarfjarðar.  Kjörfundur hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 22.00.  Kjósendur þurfa að muna eftir að hafa skilríki með því þeir geta búist við því að verða krafðir um þau í kjördeildinni.

Þeir sem ekki verða heima á kjördag geta kosið utankjörfundar hjá embætti sýslumanns Snæfellinga á opnunartíma skrifstofunnar í Grundarfirði.  Einnig er hægt að kjósa á skrifstofu sýslumanns í Stykkishólmi og víðar.