- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar sendir íbúum Grindavíkur hlýjar kveðjur vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem nú eru uppi í tengslum við jarðhræringarnar á Reykjanesskaga. Hugur okkar er hjá ykkur og vonin um að yfirstandandi hræringar valdi sem minnstum skaða.
Bæjarstjórn, í samvinnu við stjórnendur stofnana bæjarins, býður fram þjónustu og aðstoð við Grindvíkinga og við bæjarstjórn Grindavíkur, eftir því sem við getum orðið að liði í þeim stóru óvissuverkefnum sem framundan eru.
Til að fá upplýsingar um þjónustu Grundarfjarðarbæjar bendum við á netfang bæjarins grundarfjordur@grundarfjordur.is og síma 430-8500 á opnunartíma. Einnig má hringja utan afgreiðslutíma í síma 898-6605 og hafa samband í netfang bæjarstjóra bjorg@grundarfjordur.is
Grundfirðingum sem vilja bjóða laust íbúðarhúsnæði er bent á að skrá það á sérstaka síðu sem Rauði kross Íslands heldur utan um, sjá slóð hér.
(Frétt uppfærð sunnudag 12. nóv. 2023 kl. 19:00)