Sunnudaginn 2. desember kl. 17:30 verður kveikt á jólatrénu í Grundarfirði.

Jólasveinar munu mæta á staðinn og kirkjukór Grundarfjarðarkirkju syngur nokkur jólalög. 

Í Samkomuhúsinu milli kl. 14:00 og 17:00 á aðventudegi kvenfélagsins verður tilkynnt um úrslit úr ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar og verða myndirnar, sem sendar voru í keppnina, til sýnis. Einnig verður íþróttamaður ársins kynntur.