Laugardaginn 2. desember kl. 18.00 verður kveikt á jólatré Grundfirðinga í miðbænum, við heilsugæsluna. Mætum öll og upplifum stemminguna í upphafi aðventunnar.

 

Foreldrafélag leikskólans Sólvalla hvetur foreldra til að mæta með börnum sínum og taka þátt í fjöldasöng .

 

Tökum daginn frá fyrir samveru fjölskyldunnar!