- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Kvenfélagið Gleym mér ei hefur haft það að markmiði sínu að styðja og styrkja samfélagið í Grundarfirði með ýmsum hætti. Kvenfélagið, eins og aðrir bæjarbúar, nota samkomuhús bæjarins við hin ýmsu tækifæri og hefur þótt leitt að ekki skuli hafa verið fánastöng við húsið. Úr því var bætt og afhenti fulltrúi kvenfélagsins, Sólrún Guðjónsdóttir Sigríði Finsen forseta bæjarstjórnar 7 metra fánastöng og íslenskan fána í sjómannadagskaffinu sunnudaginn 6. júní sl.
Einnig má geta þess að í vor þegar útskrift var við Fjölbrautaskóla Snæfellinga þá afhendi Kvenfélagið skólanum fimm fánastangir að gjöf ásamt íslenska fánanum.