Þann 24. október 1975 voru íslenskar konur hvattar til þess að taka sér frí einn dag. Það var til þess að minna á mikilvægi atvinnuframlags kvenna, innan heimilis og utan. Þessi dagur markaði tímamót í sögu jafnréttis á Íslandi.

Þó margt hafi áunnist á 35 árum er enn verk að vinna: óútskýrður launamunur er enn til staðar og í ár er kastljósinu sérstaklega beint að þeirri staðreynd að ofbeldi gagnvart konum og börnum er allt of algengt.

 

Konur í Grundarfirði!

Sýnum samstöðu með stallsystrum okkar vítt og breitt um landið og TÖKUM OKKUR FRÍ í dag – hittumst kl. 14.25 í KAFFI 59 og eigum góða stund saman. Kaffiveitingar gegn vægu gjaldi.

 

Konurnar í leikskólanum óska eftir samvinnu við foreldra og biðja þá foreldra sem það geta, að sækja börn sín fyrir kl. 14.25 í dag.

 

Áfram stelpur!