- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Konur í Grundarfirði héldu kvennafrídag í gær eins og stöllur þeirra víða um land, í fallegu og björtu veðri. Um 220 konur, á öllum aldri, skunduðu í samkomuhúsið þar sem undirbúningshópur hafði skipulagt dagskrá og kaffisamsæti.
Samkomuhúsið var þétt setið á kvennafrídaginn. Mynd HJJ. |
Ræðumenn dagsins voru Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri,sem velti upp spurningunni Af hverju kvennafrídagur – af hverju jafnrétti?, Þórunn Kristinsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Stjörnunnar rifjaði upp kvennafrídaginn fyrir 30 árum og aðstæður á þeim tíma og Matthildur S. Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, lýsti því þegar hún fór í fjarnám og útskrifaðist sem leikskólakennari á miðjum aldri.
Tónlist var flutt, þær Kristín Friðfinnsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir spiluðu nokkur lög á harmonikkurnar sínar og Stúlknabandið, þær Ólöf Hildur, Hanna Sif og Sigríður Laufey, sungu nokkur lög. Konurnar sungu að sjálfsögðu „Áfram stelpur“ sem er baráttusöngur kvenna sem gefinn var út 24. október 1975. Fundarstjóri var Unnur Birna Þórhallsdóttir. Að lokum var gengið til kaffihlaðborðs. Margir vinnuveitendur höfðu gefið konum frí eftir kl. 14.
Kristín Friðfinnsdóttir og Guðlaug Guðmundsdóttir. Mynd HJJ. |