Árlegt kvennahlaup ÍSÍ var haldið laugardaginn 19. júní kl. 11:00, en um 35 konur mættu til þess að hlaupa. Í ár var bæði boðið upp á ratleik og þær sem vildu gátu skokkað eða gengið. Ratleikurinn fólst í ýmsum þrautum s.s. húlla, sippa, skjóta í mark á sparkvellinum, teikna og fleira.

Má segja að þær sem fóru í ratleikinn hafi hlaupið kapp í kinn við að klára sem flestar þrautir en naumt var á liðum og nokkur hnífjöfn í lokin. Að loknu hlaupi var boðið upp á Egils kristal, svala, epli og appelsínur, Lyfja í Grundarfirði bauð upp á ilmvatnsprufur og Grundarfjarðarbær bauð í sund. Frábærar konur á öllum aldri sem eyddu saman góðri stund  við holla hreyfingu.

K.H.