Laugardaginn 2. júní verður kvennahlaup ÍSÍ haldið í Grundarfirði og hefst hlaupið kl 10:00 við íþróttahús bæjarins. Þar sem dagurinn er þéttskipaður af skemmtilegum viðburðum af tilefni sjómannadagshelgarinnar þá ætlar kvennahlaupið að læða sér inn í Skokkhóp Grundarfjarðar sem ætlar að vera með opin tíma kl 10 á laugardagsmorguninn í tilefni hreyfivikunar. Þarna er möguleiki að slá tvær flugur í einu höggi og jafnvel þá þriðju með því að mæta og ná sér í bol og verðlaunapening og hlaupa inn í vélsmiðju í krakkasprell sem þar verður.

 

Verð á bolum er 2000 kr fyrir 13 ára og eldri, en 1000 kr fyrir 12 ára og yngri og að vanda fylgja ýmsir glaðningar með. Happdrættið verður á sínum stað með smá breytingu til að þær skvísur sem eru tímabundnar geti verði löglega afsakaðar.

 

Þær sem vilja taka þátt í kvennahlaupinu en sjá sér ekki fært að mæta á laugardaginn hafa einfaldlega samband og fá bol og tilheyrandi.

 

Kristín H. S: 8993043 eða netfangið kristin@gfb.is