Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið laugardagin 8. júní kl 11:00.  Hlaupið hefst við íþróttahúsið 11:10 og vegalengdir eru frjálsar en þáttakendur mega ganga, rölta, skokka, allt eftir vilja hvers og eins.  Ef veðrið verður leiðinlegt þá fáum við að lauma okkur inn í íþróttahús og fara í skemmtilega leiki.

Boli er hægt að nálgast hjá Kristínu H. inn í Gröf fyrir hlaupið og konur eru hvattar til að fjárfesta sem fyrst í þeim.  Bolir fyrir börn undir 12 ára kosta 1000 kr. en stærri stærðirnar kosta 1500 kr.

Grundarfjarðarbær býður hlaupaskvísunum síðan í sund eftir hlaupið.