Í ár hittist svo á að Kvennahlaup ÍSÍ er skipulagt laugardaginn 10. júní og hittir á Sjómannadagshelgi. Í Grundarfirði verða hátíðarhöld vegna Sjómannadagsins á laugardegi og sunnudegi. Það er Björgunarsveitin Klakkur sem sér um hátíðarhöldin fyrir Sjómannadagsráð. Sérstök athygli er líka vakin á opnun nýrrar sýningar í Eyrbyggju - Sögumiðstöð á Sjómannadag kl. 14 undir yfirskriftinni ,,Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans". Eftirfarandi er dagskrá helgarinnar:

 

Kvennahlaup í Grundarfirði:

Lagt af stað frá sundlauginni kl. 12.00. Skráning fer fram hjá Kristínu Höllu í síma 899 3043. Skráningargjald er 1000 kr. Mætið tímanlega.

 

Hátíðarmessa í tilefni Sjómannadags:

Laugardaginn 10. júní kl. 13.00. Sr. Elínborg Sturludóttir predikar, Guðm. Smári Guðmundsson flytur hátíðarræðu. Lúðrasveit Verkalýðsins. Að lokinni messu verður lagður blómsveigur að minnismerkinu Sýn, við kirkjuna.

Skrúðganga að lokinni messu að hátíðarsvæði við höfnina.

Kaffisala Kvenfélagsins Gleym-mér-ei:  Í samkomuhúsinu frá kl. 14.00.

Skemmtidagskrá á hafnarsvæði:  Kl. 14.30. Liðakeppni áhafna o.fl.

Fótboltakeppni á Grundarfjarðarvelli:  Kl. 17.00. Áhafnirnar á Hring SH og Þorvarði Lárussyni SH takast á.

 

Sunnudagur - Sjómannadagurinn:

 

Kl. 13.00: Skemmtisigling frá Stóru bryggju, öllum boðið um borð.

 

Kl. 14.00: Opnun sýningarinnar ,,Höfn í 100 ár - vélvæðing bátaflotans" í Eyrbyggju - Sögumiðstöð. Í tilefni þess að 100 ár eru frá því fyrsti vélbáturinn kom til Grundarfjarðar.

 

Kl. 14 - 15.30: Fatasund fyrir börnin, í Sundlaug Grundarfjarðar. Mæta í hreinum fötum, takk!