Mynd af vef Kvennahlaups Sjóvár
Mynd af vef Kvennahlaups Sjóvár

Sjóvá kvenna­hlaup ÍSÍ mun fara fram í 32. sinn laug­ar­dag­inn 11. sept­em­ber 2021.

Í Grundarfirði mætum við kl. 11:00 við íþróttahúsið og hlaupum, göngum, hjólum saman. Frítt er í sund fyrir þátttakendur að hlaupinu loknu.

Hlaupið verður á hátt á 70 stöðum víða um landið. Skipu­leggj­end­ur hlaups­ins hvetja alla til að taka þátt, óháð aldri, þjóðerni eða kyni - en gætum þó sóttvarnarreglna.

Sjá nánar í til­kynn­ingu Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands.

Fyrsta hlaupið fór fram árið 1990 og var þá mark­miðið að hvetja kon­ur til hreyf­ing­ar. Í dag er þó áhersl­an ekki síður á sam­veru og sam­stöðu kvenna í hlaup­inu. Hver og ein(n) tekur þátt á sín­um eig­in for­send­um; gengur, hleypur eða hjólar þá vegalengd sem viðkomandi kýs.  

Umhverfisvænni sjónarmið - bolir

Bol­ur kvenna­hlaups­ins í ár er úr 100% bóm­ull og fylg­ir fram­leiðslu­ferlið stöðlum Global Org­anic Textile Stand­ard (GOTS) og verður upp­lagið minna en það hef­ur verið árin áður. Þátttakend­ur geta valið hvort þeir kaupa bol eða ekki en sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er þetta fyrst og fremst gert með til­liti til um­hverf­is­sjón­ar­miða. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um hlaupið er hægt að nálg­ast á heimasíðu Kvenna­hlaups­ins.