Opinn kynningarfundur á félagsstarfi unglinga í Grundarfirði verður í kvöld, fimmtudaginn 2. nóvember, kl. 19.30 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.

 

Unglingar segja frá því félagsstarfi sem þeir taka þátt í og hvað er á döfinni í vetur.

 

Mætum öll og sýnum málefnum unglinga áhuga!

 

Foreldrar unglinga í 8.-10. bekk eru sérstaklega hvattir til að mæta.

 

Íþrótta- og tómstundanefnd