Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, hafa sent út kynningareintök af bókinni "Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, safn til sögu Eyrarsveitar" til fyrrum fermingarbarna í Setbergsprestakalli. Bókin fer í póst í dag, 3. júlí.

 

Með bókinni fylgir greiðsluseðill og er Grundarfjarðarbær skráður sem kröfuhafi. Grundarfjarðarbær sendir þetta út fyrir hönd Eyrbyggja og er því aðeins að styrkja Eyrbyggja með þessu fyrirkomulagi. Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að kaupa kynningareintakið af bókinni og styrkja þar með útgáfu bókarinnar.