Bygginganefnd íbúða aldraða mun standa fyrir kynningarfundi í Samkomuhúsinu, Sólvöllum 3, Grundarfirði mánudaginn 30. júní n.k. milli kl. 17 og 19. Þar sem kynntar verða nýtt raðhús sem Grundarfjarðarbær er að láta byggja að Hrannarstíg 28 - 40 í Grundarfirði, fyrir eldri borgara.

Á fundinum verða lagðir fram uppdrættir af húsinu, s.s. afstöðumynd, útlit og grunnmynd er sýnir herbergjaskipan íbúðanna.

Húsið er einlyft steinsteypt raðhús með risþaki, einangruð og klædd að utan með áli.  Bílgeymslur hafa múrhúðaða ytri áferð og eru einangraðar innanvert. Gluggar eru PVC - gluggar, með tvöföldu K-gleri. Þak er utanvert klætt með hefðbundnu bárustáli.

Við hönnun húsanna var gætt að aðgengi fyrir hjólastóla.

Alls verður í húsinu sjö íbúðir. Fjórar tveggja herbergja íbúðir á stærðinni 65,0 m² og þrjár þriggja herbergja á stæðrinni  81,5 m². Ennfremur er innbyggður bílskúr.

Húsin afhendast fullfrágengin að innan sem og að utan ásamt lóðafrágangi.

Afhending húsanna er frá janúar til júní 2004.

Á fundinum verður kynnt áætlað kaupverð búseturéttar, en endanlegur kostnaður húsanna liggur fyrst fyrir þegar framkvæmdum verður lokið.  Áætlað er að öllum framkvæmdum þ.m.t. lóðafrágangi verði lokið í júní 2004.

Þeim sem vilja sækja um íbúðir í raðhúsinu geta fengið umsóknareyðublöð á staðnum eða geta nálgast umsóknareyðublöð á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma.  Með umsóknareyðublöðum munu fylgja úthlutunarreglur, þar sem fram kemur hverjir hafi rétt til að sækja um, hvaða fylgiskjöl þurfi að fylgja með umsóknum og hvernig úthlutun verður háttað þ.e.a.s. hverjir hafi forgang við úthlutun íbúðanna.

Lokafrestur til að sækja um íbúðir í raðhúsinu er þriðjudaginn 5. ágúst 2003.

Allir þeir sem áhuga hafa að kynna sér þessar íbúðir eru hvattir til að líta við í samkomuhúsinu á milli 17 og 19 á mánudaginn.