- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það er komið að þáttaskilum í starfi Stígamóta. Við höfum lengi haft áhyggjur af því að þjónusta okkar nýtist illa utan höfuðborgarsvæðisins. Eftir heilabrot og vandað tilraunaverkefni m.a. á Austurlandi höfum við fundið færa leið til þess að bæta þjónustuna. Hún felst í því að ráðgjafi frá Stígamótum kemur á staðinn með reglulegu millibili og býður heimafólki upp á ókeypis viðtalsþjónustu.
Zonta studdi starfsemi Stígamóta með myndarlegum hætti til þess að hægt væri að hrinda hugmyndinni í framkæmd, þ.e. kynna verkefnið og fá vonandi í framhaldi af því sveitarfélög í lið með okkur. Er hugmyndin að til að byrja með yrði þetta 3 mánaða samstarfsverkefni.
Við munum heimsækja Snæfellsnes 29. september og halda þar fræðslu- og kynningarfundi.
Einn fund með fagfólki sem málið varðar, annan fund í framhaldsskólanum
og svo opinn kynningarfundur fyrir alla,
mánudagskvöldið 29. september kl. 20:00 í Mettubúð Ólafsvík.
Í framhaldinu (næstu þrjá mánuði) myndum við bjóða fólki að panta ókeypis viðtöl í síma Stígamóta og leitast við að hitta alla sem þess óska.
Útfærslan hefur verið þannig að ráðgjafi frá Stígamótum kemur t.d. ½ mánaðarlega á staðinn. Sveitarfélagið útvegar húsnæði og greiðir
ferðakostnað en Stígamót greiða launakostnað og annan kostnað.