Kynningarfundur fyrir íbúa

vegna deiliskipulags fyrir hótel í landi Skerðingsstaða

þriðjudaginn 23. ágúst kl. 17-18 í Sögumiðstöðinni

Grundarfjarðarbær boðar til kynningarfundar vegna tillögu að deiliskipulagi fyrir hótel í landi Skerðingsstaða sem er nú í auglýsingaferli. Kristín Þorleifsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, stýrir fundinum. Auk hennar kynnir Orri Árnason, arkitekt, áform landeigenda. Að því búnu verður tekið við spurningum úr sal.  

Áform landeigenda Skerðingsstaða

Skipulagssvæðið liggur á tanga sem gengur út í Lárvaðal undir Skerðingsstaðafjalli. Á svæðinu er gert ráð fyrir allt að 100 herbergja hóteli og allt að fimm smáhýsum. Nýtingarhlutfall skipulagssvæðisins verður að hámarki 0,13. Hótelbyggingin verður stölluð og verður hæsti punktur hennar  mest 22,5 m frá botnplötu 1. hæðar. Hámarks byggingarmagn hótelsins verður 5.500 m2 ofanjarðar.  Byggingarreiturinn er að miklu leyti innan fornminjasvæðis og liggur niðurstaða fornminjaskráningar fyrir. Byggingin verður klædd að utan með náttúrulegum efnum og þök lögð gróðurþekju. Byggingarreitur fyrir smáhýsin verður austast á skipulagssvæðinu og er húsunum raðað upp með óreglulegum hætti. Hæð smáhýsanna verður mest 4,5 m frá botnplötu og er hámarks byggingarmagn þeirra 300 m2.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að kynna sér tillöguna á vef bæjarins, í Ráðhúsinu og Sögumiðstöðinni á opnunartímum.

Frestur til að gera skriflegar athugasemdir er til og með 15. september.

 

Kristín Þorleifsdóttir

Skipulagsfulltrúi