Þann 6. febrúar sl. ákváðu menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, og fulltrúar sveitarfélaga á Snæfellsnesi að hafinn yrði undirbúningur að stofnun framhaldsskóla á norðanverðu Snæfellsnesi.

 

Í tilefni af þessu eru haldnir upplýsingafundir um hinn nýja skóla dagana 28. til 30. apríl, annars vegar fyrir verðandi nemendur og hins vegar fyrir alla áhugasama, í Snæfellsbæ, Grundarfirði og Stykkishólmi. 

Undirbúningur að stofnun skólans er á frumstigi, en á fundunum verður leitast við að veita upplýsingar um það hvernig skóli er fyrirsjáanlegt að þetta verði, þær áherslur sem verða til hliðsjónar við val á námsbrautum, húsnæðismál skólans, verkáætlunina fyrir undirbúninginn og hvað er framundan hjá sveitarfélögunum vegna verkefnisins.

Eru allir Snæfellingar hvattir til að koma á fundina

og kynna sér málið.

Kaffi og meðlæti.