Þriðjudagskvöldið 22. nóvember var haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar opinn kynningarfundur um haf- og fiskirannsóknir á vegum Hafrannsóknastofnunarinnar. Fundurinn er einn af fjölmörgum fundum sem stofnunin gengst fyrir víðsvegar um landið í tilefni 40 ára afmælis síns á árinu.

Á fundinum fluttu erindi Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró, Björn Ævarr Steinarsson sem fjallaði um ástand hrygningarstofns þorsks og Valur Bogason sem kynnti rannsóknir á sandsílum við Ísland.

 

Fundinn sóttu um 50 manns af öllu Snæfellsnesi og reyndar víðar og voru töluverðar umræður og fyrirspurnir um hafrannsóknir og málefni tengd starfsemi Hafró. Fréttir af fundum Hafró um landið má finna hér.

 

Meðfylgjandi myndir tók Sverrir Karlsson.