Kynningarfundur vegna deiliskipulags fyrir iðnaðarsvæðið vestan Kvernár

Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar klukkan 16:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar þar sem farið verður yfir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæðið vestan Kvernár ásamt umhverfismatsskýrslu.

Tillagan var auglýst þann 14. desember síðastliðinn og frestur til að gera athugasemdir rennur út 29. janúar næstkomandi. Markmið og helsta breyting í nýju deiliskipulagi er að auka framboð á lóðum fyrir iðnaðarstarfsemi til framtíðar og tryggja hagkvæma nýtingu á landi, innviðum og jarðefnum. 

Hér má sjá auglýsinguna og nálgast greinargerð, uppdrátt og fleiri upplýsingar um deiliskipulagið. 


Grundarfirði, 21. janúar 2024.
Sigurður Valur Ásbjarnarson,
Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar.