Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lagningar 66kV jarðstrengs og ljósleiðara Landsnets hf og 19 kV jarðstrengs á vegum RARIK milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. Sá hluti lagnarinnar, sem liggur um Grundarfjarðarbæ er um 12 km að lengd.

 

Lýsing og umhverfislýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar voru kynntar á vef Grundarfjarðarbæjar og með auglýsingu í Jökli þann 14.06.2012 og engar athugasemdir bárust. Haldinn verður kynningarfundur um tillögu breytingar aðalskipulags og umhverfisskýrslu á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar þann 28. ágúst 2012 kl. 12:00 – 14:00 Gert er ráð fyrir að breytingin verði síðan auglýst í samræmi við 36. grein skipulagslaga. Þeir sem vilja gera athugasemdir á þessu stigi skili athugasemdum á fundinum eða sendi netpóst til Skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar á netfangið smari@grundarfjordur.is fyrir 31. ágúst 2012.

Skipulagsfulltrúi Grundarfjarðar.