Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í ágúst var 1.715 tonn samanborið við 1.143 tonn í ágúst 2004. Fyrstu átta mánuði ársins hefur verið landað 15.780 tonnum í Grundarfjarðarhöfn. Á sama tíma í fyrra höfðu 10.238 tonn borist á land. Aukningin milli ára (á sama tímabili) er því rúm 54%.

Allt árið 2004 bárust 15.028 tonn á land í Grundarfjarðarhöfn, þannig að því hefur verið náð nú á fyrstu átta mánuðum ársins. Stærsta löndunarár síðan skráningar hófust í Grundarfjarðarhöfn var árið 2001 en þá var landað 16.184 tonnum. Það sem af er árinu 2005 hefur verið landað 97,5% af heildarafla metársins 2001!

Hér að neðan er sundurliðun á lönduðum afla eftir tegundum í ágúst 2005 samanborið við ágúst 2004:

Tegundir

2005

2004

 

Þorskur

220.741

110.443

Kg

Ýsa

184.911

123.069

Kg

Karfi

384.159

438.634

Kg

 Steinbítur

13.730

8.805

Kg

Ufsi

88.173

113.443

Kg

 Beitukóngur

72.622

29.540

Kg

Rækja

 0

0

Kg

Langa 

3.444

9.454

Kg

Sæbjúgu

23.347

718

Kg

 Gámafiskur

693.840

284.904

Kg

Aðrar tegundir 

30.230

23.919

Kg

Samtals

1.715.197

1.142.929

Kg

 

Grundarfjarðarhöfn ásamt þjónustuaðilum hafnarinnar verða með kynningarbás á Sjávarútvegssýningunni í Fífunni nú í vikunni, frá 7. - 10. september. Þátttakendur ásamt Grundarfjarðarhöfn eru: Ragnar og Ásgeir ehf., Guðmundur Runólfsson ehf., Snæís hf., Fiskmarkaður Íslands, Vélsmiðjan Berg og Djúpiklettur ehf. Auk þess verður fisksölufyrirtækið Hagfiskur með kynningu á vörum sínum.