Vinna við landfyllingu í höfninni gengur vel. Búið er að hlaða hluta sjóvarnargarðs við suðurhlið fyllingarinnar. Garðurinn verður 145 m og er um það bil lokið við 1/3 hans.

 

 

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að leggja nýja fráveitulögn á höfninni. Verkinu er að verða lokið en í dag var verið að undirbúa steypu yfir planið sem brjóta þurfti upp til að tengja lögnina.

 

Miklar annir voru á höfninni í dag og þegar ljósmyndara bar að garði var verið að landa upp úr Hring SH.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjá fleiri myndir í myndabanka vefsins.