Fimmtudaginn 11. maí sl. var við hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga útskrifaður fyrsti nemendahópurinn í svokölluðum Landnemaskóla. Símenntunarmiðstöð Vesturlands hafði veg og vanda af náminu sem ætlað er fullorðnu fólki á vinnumarkaði sem ekki á íslensku að móðurmáli. Námið byggist á fjórum námsþáttum: íslensku, samfélagsfræði, tölvum og stjalfstyrkingu og samskiptum.

 

Fyrsti útskriftarhópur úr Landnemaskólanum

 

 

 

Alls luku 11 konur náminu og létu þær vel af skipulagi og kennslu á námskeiðinu. Grundarfjarðarbær styrkti námskeiðið, sem og vinnuveitendur nemendanna. Áform eru uppi um sambærilegt námskeið í Ólafsvík í haust.